Nýlega áskotnaðist mér Nintendo tölva(NES)sem er merkt European Version. Ég pantaði mér síðan leiki af ebay og hugðist endurupplifa gamla tíma. Ég gætti þess að hafa leikina af PAL kerfi, en viti menn síðan þegar ég ætla að skella world cup í settið þá blikkar rauða ljósið og ekkert kemur á skjáinn.
Ég hefði haldið að það væri sama kerfi alls staðar í Evrópu. Vélin sem ég á var víst keypt í Svíþjóð á sínum tíma og er merkt European Version og sömuleiðis þeir fáu leikir er fylgdu með tölvunni.
Stafa vandræði mín af mismunandi kerfi eða getur verið að mér hafi verið sendir leikir sem voru alls ekki í lagi. Pantaði tvo leiki en hvorugur þeirra virkar.

KURSK