Jæja elskurnar mínar núna er stærsta leikjasýning þessa árs nýbyrjuð og nokkrar skemmtilegar fréttir hafa komið framm og ætla ég að greina frá þeim.

N.1
Metal gear solid: Guns of the patriots:
Hann á að gerast mörgum árum eftir mgs2 og á snake að verða hundgamall, gráhærður og með flott skegg.
Hann gerist(svo er mér sagt) í framtíðarstríði þar sem vélmenni og hermenn ráfa um og halda fjörinu gangandi. einnig er hann eltur af litlu vélmenni sem sýnir mynd af Otacon sem er skuggalega unglegur(ábyggilega á lyfjum). Ójá, talandi um lyf þá er snake ekki jafnsprækur og áður og þreytist fljótt, en er með einhverskonar lyf sem hann sprautar í sig sem frískar aðeins uppá hann.
Bara að vona að maður þurfi ekki að berjast við gigtveiki.

N.2 REVOLUTION STÝRIPINNIN.
Þetta er varla hægt að kalla stýripinna því þetta er eins og fjarstýring og pinni sem hægt er að bæta á en er súúúúúperflott. Það er laser framan á
fjarstýtingunni sem maður notar sem bendi eins og mús í pc tölvu og auðvitað er hún þráðlaus. Nintendo ætlar sér greinilega allt aðra hluti heldur en Sony og Microsoft sem er frábært. þetta verður þó það eina sem nintendo ætlar að sýna á allri sýningunni en nóg verður af X-box og PS efni.
kíkið á allt á http://www.gamespot.com/2005/tgs/index.html
(kann ekki að setja myndir inná korka afsakið hehe)