Halló. Ég er með nokkra PS2 leiki sem ég vil losna við úr skápnum mínum. Þetta eru vel meðfarin kvikindi, öll hulstur og bæklingar í toppstandi og sér ekkert á diskunum sjálfum. Ok það er smá ryk á Deadly Alliance disknum. Og þess vegna tek ég allnokkrar krónur fyrir. En þær fara allar í góðgerðarstarfsemi. Alveg satt. En þið verðið samt bara að treysta mér því ekki get ég sýnt fram á það.

Leikir í boði:

Mercenaries (3500 kjell) Ég hefði átt að vita eftir að spila GTAVC að svona leikir væru bara ekki fyrir mig en ég keypti þennan samt. Hann er gott sem ósnertur.

Kill.switch (1500 kjell) Hörkuleikur og þetta blindfire er bara dæmi sem einhver hlýtur að fara að kópera.

Mortal Kombat Deadly Alliance (ath ekki sá nýjasti) (1500 kjell) Brútal og skemmtilegur en ég er meira fyrir Tekken.

Grand Theft Auto: Vice City (2500 Kjellinn) Þetta er bara ekki minn stíll.

Half Life (2000 Kall) Ég sökka í 1st person skotleikjum. Og öðrum leikjum, en sérstaklega í þessum leikjum.

Lord of the Rings: The Two Towers (Platinum) (1000 kjell) Skemmtileg skemmtun…

ESPN NBA 2K5 (2000 kall) Fínn körfuboltasimmi sem er meira út í realisma heldur en EA körfuboltaleikirnir.

Project Eden (1000 kall) Frumlegur ævintýraleikur úr framtíðinni. Þeas söguþráðurinn.

Samanlagt eru þetta held ég 15000 en ef einhver vill má bjóða í allt draslið á eitthvað aðeins minna. Samanlagt verðmæti miðað við upphaflegt kaupverð úr búð er um 23-25.000 þannig að það er ágætis díll. Eða ekki, það fer eftir ykkar áliti. Sendið endilega tölvupóst á rolla@emax.is og gerið tilboð í einn eða fleiri.

Takk fyrir og ef einhver er að spá í nákvæmlega hvaða góðgerðarstarfsemi peningarnir fara í þá er ég hreinlega ekki búinn að ákveða það. Að öllum líkindum fara þeir í þróunaraðstoð í Afríku eða Asíu.

Kveðja,

Sverri