Smá könnun í gang. Hvenig þótti ykkur Wind Wakerinn. Maður hefur heirt mismunandi skoðanir um þá grafíkina og svoleiðis… endilega látið ykkar skoðun í ljós!
Frábær leikur sem heillaði mig upp úr skónum. Grafíkin spilaði stóran part af því og var mjög vel til heppnað með og það er hún stórglæsileg. Vegna cel-shading tækninar mun grafík þessa leiks alveg örugglega standast tímans tönn margfalt betur en flestir ef ekki allir current gen leikir í framtíðinni.
Það eru þó fjölmargir gallar á þessum leik, leiðinlegt að sigla (teipa niður stýripinnan anyone?), of fáar dungeouns, dungeoun design hefði mátt vera betra og þeir hefðu algjörlega mátt sleppa þessum ömurlega trifeforce collect-a-thon hluta undir endan til þess eins að lengja leikinn á mjög leim og leiðinlegan hátt.
Ég hefði viljað sjá annan cel-shaded Zelda leik en bara á þurru landi, en ég er alls ekki ósáttur við Twilight Princess enda lítur hann mjög vel út.
Mér finnst grafíkin mjög flott og leikurinn skemmtilegur. Búinn að klára hann þrisvar (sem er mjög gott fyrir mig þar sem ég les bók eða spila leik eða horfi á mynd sjaldnast oftar en einu sinni) og núna dundar maður sér við að klára hann alveg 100% í þessa 9 mánuði sem eru í Twilight Princess…
Flottur leikur enda grafíkin ekkert til að skemma fyrir leiknum.Spilunin góð og ný skemmtileg innskot inn í gameplayið eins og A trickið og fleira.Nú annars get verið frekar leiðinlegt að sigla um hafið og að ná í þessa Triforce-búta.Annars var mjög gaman að prófa Zelda leik í þessari grafík og breytti algjörlega hvernig maður leit á leikinn.Með betri leikjum sem ég hef spilað.
Grafíkin var smábarnaleg og gerði allar persónurnar asnalegar. Allir í leiknum eru “dúllur”, meira að segja Ganondorf. En spilunin er samt frábær, þó að Nintendo hafi ekki þorað að breyta mikið til og koma með nýjungar…þetta er í rauninni alveg eins og OOT fyrir utan það að maður getur tekið upp vopn (sem maður missir svo alltaf þegar maður fer út úr herberginu).
Frábær leikur og allt það. En aðeins of barnalegur, Twilight Princess lítur mun betur út.
Besti Gamecube leikur sem ég hef spilað, ekki spurning. Sannleika sagt vildi ég fá næsta leik líka Cell shaded. Dýrkaði grafíkina. Þó er nýji ekkert slor. Maður smellir sér á hann. Sama hvort að hann endi að koma út á Gc eða Rev ;)
Tölvur sem ég á: Pc, Mac, Nes, Gamecube, Ds Lite, Wii, Xbox, Xbox 360, Ps2, Psp, Ps3
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..