Hæ langaði aðeins að deila dálitlu með ykkur, ætlaði að bíða lengur og sjá hvað Bt menn kæmu með sem svar í E-maili til mín. Enn eftir að hafa séð bullið sem þeir eru að tala um hjá Mbl.is þá er ég búin að skipta um skoðun. Hvað geta þeir eiginlega gert við mig? Bannað mig af Bt.is?? I wish. Svo hérna fyrir neðann er afrit af tölvupósti mínum til þeirra og svörum þeirra til mín. Vonandi hafðið gaman að þessum lesefni :)

Sæll, ég verð að segja að ég dáist af þessu sem þig segið, á einn hátt segist þið EKKI ritskoða vefinn og aðra mínutuna eruð þið að viðurkenna það. “Spjallið er ”filterað“ örlítið eins og tíðkast á öllum stórum sjallrásum” segir þú í þessum pósti enn nokkrum línum ofar stendur:1. Ritskoðun er því miður nauðsynleg (vegna leiðinda framkomu sumra netnotenda á íslandi). Það er eitt að taka út dónalega hluti og það í þá áttina. Vel skiljanlegt meira að segja. Það sem ég skrifaði var EKKI auglýsing fyrir, heldur umfjöllum um það sem þeir settu í fréttablaðið. Ég sagði aldrei fólki að flykjast í Expert frekar enn Bt. Ég var frekar að tala um að ég væru spenntur að sjá hvað þið munduð gera til að mæta þessu. Það virðist vera mikil óvissa með hluti hjá ykkur. Það er hlutur sem ég hef minnst á. Uppbyggjandi gagnrýni er ekki banvæn. Ég er ekki á móti Bt, svo langt frá því. Veit ekki betur enn ég fékk mér Laptop hjá ykkur fyrir viku http://www.bt.is./BT/Tolvubunadur/vara.aspx?SKU=MD95067&yFlkR=T%c3%b6lvub%c3%bana%c3%b0ur&flID=Fart%c3%b6lvur það kostaði pínu pening. Annað gott dæmi á síðustu vikum hef ég verslað eftir farandi hluti.

1. Medion Ferðatölva
2. Green Day - American Idiot
3. Fable
4. Football Manager 2005
5. Rome Total War
6. Doom3
7. Halo 1
8 Full Spectrum Warrior
9. Korn - Greatest Hits
10. Troy
11. Hidden & Dangerous, og ekki má gleyma
12 Star Wars - Trilogy

Þetta er BARA mín kaup á síðan í endaðann Sept. Ef ég væri á móti ykkur þá myndi ég varla vera að eyða svona aurum hjá ykkur! Eða hvað? Það soglegsta við þetta mál er, að ég hef alltaf verið hlyntur Bt á 5 síðustu árum hef ég verslað 4 tölvur hjá ykkur ásamt tonn af geisladiskum, Dvd, tölvuleikjum ofl. Ég reyndi meira að segja að fá vinnu hjá ykkur í vor. Fór í 2 viðtöl. Svo að ef ég væri með Krossferð gegn ykkur þá er eitthvað skrítið í gangi. Ég spallaði við Dóra á mánudaginn það er rétt. Hann er mjög fínn náungi. Ég endaði með að lenda á honum, vegna þess að ég var í brasi að nálgast vinnging sem ég vann hjá ykkur. Annað mál er örugglega búin að taka þá í 90% af öllum leikjum sem síðan ykkar hefur staðið fyrir. Ég ræddi við Dóra á meðan ég hafði séns á því og minntist á að mér fyndist leðinlegt sem viðskiptarvinur að það væru stórir hlutir í gangi í leikjaheiminum t.d og fólk virtist ekki vera með mikklar hugmyndir um hvað værir að gerast starfsfólk né sumir yfirmenn. Halo2 var t.d búin að vera með fastan útgáfudag síðan í sumar og leikurin hafði farið til framleiðanda fyrir 3-4 vikum. Svo þetta var allt frekar pottþétt. Eins og sýndi sig þá kom leikurinn út á réttum tíma. Samt virtust þið bara fyrir helgina ekki hafa hugmynd hvernig yrði staðið af þessum málum. Jafnvel verslunarstjóri Skeifunnar, (tek það framm að ég er ekki að ráðast á Dóra með þessu) vissi ekkert um neitt. Það virðist vera mikið samskiptarvandamála á milli deilda innan þessa fyrirtækis. Sem mér finnst sorglegt, ég þekki fólk sem vinnur hjá ykkur. T.d verslunarstjórann á Akureyri. Ég vill að þið standið ykkur vel. Annars hefði ég varla reynt að fá vinnu hjá ykkur oftar enn einu sinni. Ég skal viðurkenna að ég var var mjög hreinskilinn við Dóra t.d enda fannst mér þörf á því. Öll fyrirtæki eiga að geta tekið við athugarsemdum frá kúnnum þess. Annars hvernig er hægt að batna? Ekkert fyrirtæki er fullkomið, það þarf ávallt að halda sér við og fylgjast með óskum kúnnans. Enda þegar alls kemur til alls. Er hann sem heldur þessu uppi með að versla frá ykkur. Ég sem manneskja sem hefur unnið innan þessum bransa og sem kúnni vill hjá allt ganga vel fyrir sig. Ég er meira segja búin að vera að læra forritun í 3 ár og stefni á vinnu innan tölvubransans. Ég var mjög ósáttur að sjá að pósti mínum var eytt snögglega án neinnar útskýringar. Og flest ef ekki öll svör sem ég lét frá mér var fleygt. Nema spurning mín um Pes4 leikinn ykkar sem virtist hafa lifað þetta af. Miðað við bullið sem vellur inná spjallborð ykkar daglega, ásakanir, árásir og óþarfa kjaftur af mörgum notendum er sorglegt að sjá þetta vera gert. Er búin að stunda spjallborð ykkar frá upphafi. Hef ávallt verð mjög virkur innan þessa áhugasvið hvort sem hjá ykkur eða Huga.is Mér sárnar að sjá að því sem ég er að tjá mig er fleygt á meðan einhver póstum frá 10 ára gutta um Gta-San Andreas. Ég hef ávallt reynt að vera kurteys í mínu spjalli og aðstoða aðra notendur eins og ég get. Enn ef þetta er virkilega það sem þið viljið, þá máttu taka notendadæmið mitt og fleygja því í ruslið. Frekar tjái ég mig á stað sem mitt blessaða málfresli eins og er talað um í stjórnarskránni fær að njóta sín. Gaman að sjá að mörg hundruð þúsundunum mínum sem ég hef eytt í ykkar er vel metið. Hér fyrir neðann læt ég fygja með nákvæmlega það sem ég skrifaði. Auðvellt fyrir ykkur að hafa sagst óvart eytt honum, enn ég póstaði þessu á fleiri enn einn stað svo að ég átti backup. Eina ljóta ef eitthvað í þessu er bossa-málið og ég ritskoðaði það sjálfur að mestu. Þessi póstur snerist bara um það skrítna mál að einn stærsti Consolse leikur á eftir Gta-San Andreas og þið virtust ekkert vera undirbúnir undir það. Svipað eins og þegar Fable kom út. Þið hafið ekki einu sinni minnst á þennan leik í bæklingi ykkar. Samt er þetta þekktur leikur sem lengi var beðið eftir og frá Peter Molineux sem bjó til Black&White, populus ofl. Enn svona er það víst. Ég er minnsta kosti búin að svar fyrir minn hlut. Hvað þið gerið við þetta er ekki lengur mitt mál. Ég væri að ljúga ef ég segði að þessi póstur fengi sanngjarnt lestratækifæri. Ef þetta verða niðurstaða þessa máls. Þá munu aðrir framvegis fá minn aur. Og ekki ég finna fyrir mikklum söknuði, ef að þetta er hátturinn sem er komið fram við kúnna ykkar. Og til að svara einu sem ég skrifaði í þessum mail. Þá urðu loks málsins með Halo2 Limited Ed. að Expert fékk minn aur. Bara vegna þess að hvernig þið létuð. Ég hefði borgað x2 meira, bara hve ósáttur ég er við þetta mál.

“Expert og Halo 2
Í fréttablaðinu gerir Expert ljóst hvernig þeir munu standa að sínum málum með Halo 2. Verð að segja að þeir koma manni skemmtilega á óvart. Í blaðinu kemur allt fram, að maður geti keypt leikinn í forsölu þegar opnar í dag, og eftir miðnætti þá getur maður nálgast gripinn. S.E á 7.900. Spurningin er mun Bt taka hausinn út úr bo***num á sér og koma með eitthvað útspil. Eða mun Expert fá peningana mína síðar í dag??? Hmmm………..”


Njóttu lestrarins vel.

Sveinn A Gunnarsson
Notendanafn: Bumbuliuz
sveini@simnet.is


——————————————————————————–
From: Webmaster BT [mailto:Webmaster@bt.is]
Sent: 11. nóvember 2004 16:42
To: Sveinn A Gunnarsson
Subject: Re: Í sambandi við greinar á Bt.is



Kæri kæri bumbuliuz.

Ég er hræddur um útskýringar okkar hafi ekki náð þínum eyrum nógu vel.

Við erum ekki með svo strangar reglur á spjallinu eins og sumir notendur halda fram. Svona er þetta í stuttu máli:
1. Ritskoðun er því miður nauðsynleg (vegna leiðinda framkomu sumra netnotenda á íslandi).
2. BT.is er sölu- og kynningarvefur með ýmsum afþreyingarmöguleikum, þar á meðal aukafítus sem kallast Spjall.
3. Spjallið er ekki ætlað fyrir leiðindi eða til (smá)auglýsinga.

Það er hinsvegar staðreynd að síðustu vikur hef ég þurft að eyða út allt of mörgum þráðum og póstum vegna gengdarlausar misnotkunar á spjallinu, þökk sé spömmurum og öðrum notendum með leiðindi.
Það er líka staðreynd að við höfum aldrei leyft hvaða umfjöllun sem er varðandi samkeppnisaðila, eðlilega. Hefur þú einhverntíma séð Bónus auglýsa Hagkaup? Eða Tölvulistan auglýsa Task.is? Það er nóg að spjallsíðum til þess. Ég veit ekki til þess að ég hafi eytt út þræði um vaktin.is því þar “auglýsum” við líka. Ég ritskoða hinsvegar þræði/pósta sem segja eitthvað í áttina við “Ekki versla við BT, Tölvulistinn rúlar!” eða “Þið eruð allir hálvitar á bt spjallinu sem sökka feitan…” Svoleiðis umræða er bæði leiðinleg gagnvar fyrirtækinu og mjög óáhugaverð til lengdar. Varðandi póstana þína síðastliðna daga, þá alveg hreint út sagt man ég ekki hvort ég hef eytt þeim út eða ekki, en ég get fullvissað þig um að það var ekkert persónulegt. (Það eina sem ég tek persónulega eru spammarar og kjaftforir notendur). Ég var búinn að frétta að þú hefir komið í viðtal hjá Dóra og hafði frekar áhyggjur að þú værir í fílu út í okkur, heldur en öfut. Skilst að þú hafir komið ágætlega fyrir í viðtalinu.

En svona í þann heila tekið, þá finst mér “ritskoðun” kanski full hart orð. Spjallið er “filterað” örlítið eins og tíðkast á öllum stórum sjallrásum. Tilgangurinn er að gera Spjallið skemmtilegri stað til þess að spjalla um leiki, tölvur og allt það sem BT hefur upp á að bjóða.

Ég vona að þú skiljir að þessi afskipti af spjallinu eru ætluð til góðs, en ekki til ills.


Með kveðju

Óskar Þór Þráinsson
Vefstjóri BT
webmaster@bt.is


“Sveinn A Gunnarsson” <bumbuliuz@internet.is>
10.11.2004 13:38
To <webmaster@bt.is>
cc
Subject Í sambandi við greinar á Bt.is







Hæ, ég get ekki annað sagt að ég sé forvinn, ég er búin að vera að svara greinum í spjallinu hjá ykkur í dag og búa til nýja þræði. Enn þeir virðast hverfa eftir smá tíma hvort að það sé svar við þræði eða t.d einn sem ég bjó til í morgun. Mér leikur forvitni á, hvort að þessu sé virkilega eytt vegna þess að ég voga mér að gagnrýna ykkur á sumum af þessum þráðum?? Ég hef verið kannski dálítið gagnrýninn um ykkur. Enn bara útaf því að mér finnst eitthvað í því sem ég segi. Enn miðað við bullið sem er spúið útúr sér af þessum 12 ára guttum þá er mitt ekkert í samanburði. Og ekki vottur af blóðyrði neinsstaðar. Svo spurt er: Eruð þið virkilega byrjaðir að ritskoða þessa þjónustu ykkar. Og til hvers í ansk. Bara spyr, mér rámar að það sé málfrelsi hérna. Ég átti eimmit gott spjall við verslunarstjórann ykkar á mánudaginn. Er að pæla hvort að það hafi haft svona neikvæð áhrif. Held samt ekki, hlýtur frekar að vera eitthvað sem ég hef sagt. Ég er búin að nota spjallið ykkar síðan að það byrjaði, svo það er skrítð ef að núna er það sem ég er að segja tekið af síðunni svo aðrir geti ekki séð það. Ef svo er guðs sé lof fyrir vefi eins og www.hugi.is þar sem ég get minnsta kosti enn tjáð mig án ritskoðunar.

Sveinn A Gunnarsson
Notendanafn: Bumbuliuz
Tölvur sem ég á: Pc, Mac, Nes, Gamecube, Ds Lite, Wii, Xbox, Xbox 360, Ps2, Psp, Ps3