Halo 2 kemur á miðnætti - ertu ekki á leiðinni í Expert?
Halo er einn vinsælasti Xbox leikurinn til þessa. Leikurinn fór sigurför um allan heim og því er ljóst að það bíða margir spenntir eftir nýrri útgáfu á þessum magnaða tölvuleik.

Það er allt að gerast núna!!!!

Miðnæturopnun í Expert í tilefni af útgáfunni. Mikið verður um dýrðir, fyrstu 50 kaupendur Halo 2 fá 12" pizzu, Sprite og bíómiða á After the sunset.
Opnum á miðnætti og þá verður sko partý.



Halo 2
Sagan heldur áfram, en leikurinn er framhald af hinum heimsþekkta tölvuleik Halo sem næstum allir eigendur Xbox hafa tekið í og fjölmargir PC tölvuleikjaunnendur hafa líka prufað. Sagan segir frá Master Chief og Cortana sem snúa aftur til jarðarinnar til að stöðva yfirgang Covenant geimveranna sem eru stórhættulegar og munu eyða jörðinni með öllu ef ekkert verður að gert. Verðlaunin sem þau fá fyrir að bjarga mannkyninu, er jörðin sjálf.
Þessi leikur byggir að mjög mörgu leyti á sömu þáttum og gamli leikurinn en tækninni fleygir fram af miklum hraða. Núna er öll grafíkin ný og ennþá glæsilegri, umhverfið og allir staðirnir eru að sjálfsögðu nýir, vopnin eru af nýjum toga, farartækin einnig og síðast en ekki síst þá er ný vídd í þessum leik sem við köllum ?Live?.

Halo 2 fyrir safnara
Sérstök viðhafnarútgáfa kemur einnig í málmboxi. Með leiknum er DVD diskur sem er fullur af aukaefni með fjölbreyttum upplýsingum um leikinn og framleiðsluna á honum.

Halo 2 á Live
Xbox Live er leikjaþjónusta sem hægt er að nálgast í gegn um DSL tengingu á Internetinu (256+). Sérstakt Live starter kit er selt sérstaklega en í tilefni af útgáfunni á Halo 2 þá er boðið upp á tilboðspakka fyrir þá sem ekki hafa komið sér upp Live nú þegar.
Live leikjaþjónustan er keyrð á vefþjóni í Bretlandi og sækja öll Norðurlöndin þjónustu þangað. Til þess að tengjast Live þjónustunni þarf að vera með Live leik, hugbúnað og samskiptabúnað (heyrnartól með hljóðnema) sem allt er selt í einum pakka.

Tekið af www.xbox.is
Lífið er aðeins vegur sem leiðir til dauða.