Næsti leikurinn í Splinter Cell seríunni er á leiðinni. Það er reyndar frekar langt í hann en hann á að vera rosalega góður. Leikurinn á að heita Splinter Cell: Chaos Theory og átti að koma út 2004 í Nóvember en honum var seinkað alveg fram í Mars 2005 þannig að maður þarf bara að bíða þolinmóður þangað til að hann kemur. Þeir gáfu ekki neina ástæðu fyrir því afhverju leiknum var seinkað. Þeir segja þó að þessi seinkun eigi bara eftir að gera leikinn miklu betri. Hann kemur út á sama tíma fyrir PC, Playstation 2, Gamecube og Xbox.

Splinter Cell: Chaos Theory á að gerast árið 2008 og rafeinda hernaður er aðal ógnin núna. Sam Fisher er ennþá aðal söguhetjan og núna þarf hann að fara langt inn í skóga Norður-Kóreu til að safna upplýsingum og uppræta suma af stærstu bófunum í þessari nýju gerð hernaðar.