Ég hef orðið fyrir vonbrigðum á framtíð GameCube undanfarið.

Killer 7 er ekki lengur exclusive fyrir GameCube heldur kemur einnig á PS2 í Japan og Evrópu. Eins og Tecmo segir minnkar þetta gæði leikja, að gera leikinn fyrir margar tölvur í einu.

Það er náttúrlega annað mál ef leikurinn er fyrst exclusive, en seinna gefinn út á aðra tölvu: Tales of Symphonia, mesta von RPG leikja á GameCube var áður exclusive og kom út nokkuð síðan í Japan, kemur 2005 í Evrópu og LÍKA á PS2.

Virtua Fighter Quest: hefði getað verið besti RPG leikur allra tíma -Sega-AM2 ætlaði að gera hann exclusive fyrir GameCube, kemur nú sem einhver barnaleikur einnig á PS2 með hræðilega grafík miðað við fyrri leikja Sega AM2 (Shenmue 2, Virtua Fighter 4).

Silicon Knights, Factor 5 og Zoonami. Áður meðal mestu von Nintendo. Allir eru hættir að gera GameCube leiki. En þó að IGN hafi gefið út sorgarfréttir þá er alls ekki víst að PilotWings sé hættur í framleiðslu. Varðandi það sem ég hef heyrt þá trúi ég því að PilotWings kemur enn á næstu Nintendo tölvu. LucasArts eru hættir að gefa út GameCube leiki en það hefur ekkert að gera með að Pilotwings komi á N5.

Ég vona að PilotWings komi enn út, að Metroid 6 verði geðveikur, að Fire Emblem verði geðveikur, að Golden Sun verði geðveikur og að Link verði fullorðinn í næsta cel-shaded Zelda leiknum. Resident Evil 4 verður náttúrlega snilld, það er guaranteed, enda eru Resident Evil og Resident Evil 0 meðal langbestu leikja á GameCube og hvet ég alla til þess að kaupa sér einn af þeim (0 er á 2000 kall í BT), því RE4 kemur ekki fyrr en 2005 í Evrópu-önnur sorgarfrétt.

Ég verð áfram ánægður með mína GameCube en undanfarnar sorgarfréttir hafa verið algjört áfall og ég vona að þetta sé ekki byrjunin á endalokunum. <br><br>perfect dark is forever
<a href="http://nemendur.khi.is/wilholbr/tilsolu.htm">http://nemendur.khi.is/wilholbr/tilsolu.htm</a