Staðreyndin er sú að enginn veit útgáfudaginn á leiknum. En starfsmaður í BT útskýrði stöðuna nánar fyrir mér og sagði að það væri í mesta lagi mánuður í að leikurinn komi út.

Leikurinn kom út þann 26. mars, 2004 í Bretlandi. Yfirleitt koma leikirnir svo innan við tvær-þrjár vikur til Íslands. Þetta fer sterklega eftir því hver flytur inn leikina. Bræðurnir Ormsson flytja leikinn ekki inn, þau sjá bara um leiki sem Nintendo gefur út. En í þeirra tilfelli þá koma leikirnir oft mjög seint og þegar þau koma þá eru bæklingarnir á sænsku.

Það er víst Konami sem gefur leikinn út. Skífan sér um að flytja inn leiki frá Konami og BT geta ekkert gert en að bíða eftir Skífunni sem er vægast sagt sk*tafyrirtæki. Þeir geta ekki einu sinni hjálpað manni með tónlist, svo selja þau diskana á okurverði og einoka markaðinn algjörlega. <br><br>perfect dark is forever
<a href="http://nemendur.khi.is/wilholbr/tilsolu.htm">http://nemendur.khi.is/wilholbr/tilsolu.htm</a