Tölvuleikjafyrirtækið Namco áætlar að birta almenningi 4 mínútna langa kynningu af Tekken 5 á E3(Electronic Entertainment Exposition) sem að haldin verður í Los Angeles, dagana 11. til 13. maí næstkomandi. Ekki er búist við að hægt verði að spila leikinn en kynningin samanstendur af myndskeiði úr “intro-inu” og myndbroti úr sjálfum leiknum í spilun. Engar upplýsingar fást staðfestar um persónur í leiknum að svo stöddu. Óstaðfest er hvenær leikurinn verður gefinn út en því er spáð að hann komi í spilakassa ekki seinna en í mars árið 2005. “ENTER THE TEKKEN”
Æfingin skapar meistarann