Nú veit ég að einhver hér er tengdur svokölluðum “official Nintendo söluaðila á Íslandi” og langar að beina eftirfarandi spurningu til þess aðila. Af hverju er ekki Player's choice línan til sölu hjá ykkur ? Síðast þegar ég hringdi í þessa svokölluðu “official ….. ” þá var mér sagt að einn leikur væri til sem væri “Mario Party 4” og hann kostaði 3990.- það er annað af hverju kosta þessir leikir svona mikið ? þegar línan er seld í evrópu löndunum á 30 Euros og gengið er um 87 kr sem þýðir um 2610 kr svo ef við setjum flutningskostnað 10% toll þá mismun á virðisaukaskatti þá væri hægt að réttlæta verð á bilinu 2990 kr til kannski 3490 kr. Svo ég vil kannski bara beina því til ykkar að koma ykkar innflutningi í lag og svo fólk sem hefur gaman af spila tölvuleiki flykkist ekki til annars leikjatölva vegna þess að þið standið ykkur ekki.
Kær kveðja og með von um einhver vitræn svör.