Japanska tæknifyrirtækið Nintendo segir að sala á GameCube leikjavélinni hafi aukist verulega í Bandaríkjunum, en vélin er allt að því uppseld þar í landi. Fyrirtækið hyggst leita leiða til þess að flytja inn fleiri vélar, en það hafði hætt framleiðslu tímabundið vegna lítillar eftirspurnar.
GameCube var upphaflega dreift í lok ársins 2001, en vélin náði litlum vinsældum í samkeppni við PS2 frá Sony og Xbox frá Microsoft. Nokkrir leikjaframleiðendur ákváðu að hætta framleiðslu leikja fyrir GameCube þar sem sala á vélinni var undir væntingum.

Svo virðist sem að ákvörðun Nintendo um að lækka verð á vélinni ríflega hafi aukið áhuga leikjaunnenda, en sala á GameCube jókst um 60% í janúar 2004 miðað við sama tíma árið á undan, að sögn Reuters. Þá varð mikil söluaukning í leikjum fyrir GameCube

Heimildir MBL