Var á þvælingi um netið og rakst inn á “blast from the past”

LLAMASOFT !!!!

Fyrir þá sem ekki þekkja til llamasoft þá er þetta fyrirtæki í raun bara einn maður, eilífðarhippinn Jeff Minter.
Þessi ágæti maður er Guð skotleikja, kannski kannast einhver ykkar við leiki eins og “Llamatron” og “Attack of the mutant camels” ..
Pjúra gameplay og geðveiki :)

Meðal afreka Jeff Minters er t.d. “Tempest 2000” sem var eini leikurinn sem var eitthvað varið í á Atari Jaguar. Hann gerði líka skotleik fyrir Atari ST sem var heilt K (1024b) !!!??!!

En pointið með þessari grein er að nú er Hann að gera leik fyrir Nintendo Gamecube og við hverju má búast ? til að fá smá forsmekk af Jeff Minter gætuð þið t.d. farið á síðu Llamasoft og sótt þar “Gridrunner++” http://llamasoft.co.uk/

Jeff Minter hefur alltaf verið þekktur fyrir að nýta það hardware sem hann er að coda á í botn og þessvegna held ég að ég fari og kaupi Gamecube og bíði eftir ……. “ Unity ”



BTW : Myndin er af Jeff og einni af “gælukindunum” hans :)