Microsoft kemur líkast til með að markaðssetja nýja útgáfu af leikjatölvunni Xbox árið 2005 með ýmsum nýjum möguleikum sem eiga að auka spilagleðina. Nafnið á nýju leikjatölvunni hefur ekki verð gefið upp en hún gengur undir vinnuheitinu Xbox Next. Samkvæmt upplýsingum sem lekið hafa út mun tölvan vera búin þremur PoweerPC örgjörvum frá IBM sem eru talsverð tíðindi því hingað til hefur Microsoft bundið trúss sitt við Intel. Og sögusagnir eru um að leikjatölvan verði ekki með hörðum disk eins og verið hefur heldur svokölluðu “flash-minni”. Einn af nýju möguleikunum er sá að hægt verður að spila tölvuleiki í þrívídd í hágæðasjónvarpstækjum.
Cinemeccanica