Eru einhverjir fleiri hér en ég sem er spenntur fyrir þessum leik?
Keypti mér Metroid Fusion á tilboði í Elkó fyrr í vetur (1990 kall) og fannst mér hann stórgóður, hætti ekki að spila fyrren ég kláraði hann. Finnst hann að sumu leyti betri en Metroid Prime, Fusion hafði þó allavega einhverja on-going sögu, meiri hvatningu til að halda áfram að spila (að ég tali nú ekki um save-stöðvar á raunhæfum stöðum, ekki með 1-2 klst. millibili eins og í Prime).

En nóg um Fusion, Zero Mission lítur helvíti vel út. Fyrir þá sem ekki vita er hann lausleg endurgerð á fyrsta Metroid leiknum fyrir NES.
Mæli með fyrir áhugasama að panta sér hann á netinu, t.d. á <a href="http://www.dvdboxoffice.com">www.dvdboxoffice.com</a>. Kostar 3600 kall þar eftir toll, virðisaukaskatt og tollskýrslugjald. Töluvert betra verð en BT eða Ormsson myndu nokkurn tíman bjóða, enda GBA leikir yfirleitt á ekki minna en 5.000 kall hjá þeim nýir. Mæli nú ekki með DVDboxoffice.com fyrir venjuleg innkaup (alltof hægir að senda) en þeir klikka ekki í pre-orders.

Og fyrir þá sem ekki vita eru GBA tölvurnar alveg lausar við svæðalæsingu og því þarf engar áhyggjur að hafa við kaup á leikjum frá útlöndum, sama hvaðan það er.