Satoru Iwata segir í japönsku pressunni að það séu menn innan Nintendo sem séu efins um að N5 ætti einhvern möguleika á að seljast. Það er ljóst að framtíð Nitendo sem vélbúnaðarframleiðanda mun ráðast á næstu 18 mánuðum, ef PSP slær Game Boy út í sölu þá er þetta einfaldlega búið. Þá mun Nintendo fara sömu leið og Sega, og væntanlega blómstra þar. Og ekki koma með nein svona “Nintendo hættir frekar en að framleiða leiki fyrir aðra”. Þetta er multí milljarða fyrirtæki og er í eigu stórs hluthafahóps sem hefur engann áhuga á því að tapa peningum, þótt einhverjir toppar hjá Nintendo hafi meira stolt en góðu hófi gegnir.

Annars held ég að Nintendo séu að tefla mjög djarft með þessu leyni projecti. Þeir eru búnir að hypa þetta svo skuggalega upp að ef þetta er ekki eitthvað rosalegt þá munu þeir fá mikið af ókeypis neikvæðri umfjöllun.

http://www.spong.com/detail/news.asp?prid=6057