Ég fékk mér xbox live núna á milli jóla og nýárs. Ég er með það tengt í gegnum Utopia router. Er með ADSL 512. Mig langaði að vita hvernig tenging er að virka hjá öðrum sem eru með Live?

Ég spilaði aðeins Rainbow í gær og hann laggðaði alveg ótrúlega. Ég var listaður í lobbíum með 2 stjörnur af 3 í hraða. Ég fann bara einn server sem var með 3 stjörnur og ég laggaði líka þar. Þetta var í raun ekki spilanlegt.

Það sem er öllu verra er Voice vandamál hjá mér. Í fyrsta lagi þá finnst mér gæðin á talinu vera hræðileg. Maður heyrir eitt og eitt orð en það er eins og það sé verið að tala í gegnum gamla talstöð! Er þetta skýrt hjá ykkur. Ég er líka með það vandamál að ég heyri ekki í öllum og er ekki viss um að allir heyri í mér. Ég spilaði meira að segja one on one í ESPN NFL 2K4 í gær við leikmann sem var listaður með headset að því að ég sá best. Heyrði ekkert í honum og veit ekki hvort hann heyrði andvörpin í mér þegar hann niðurlægði mig trekk í trekk :) - það var mjög bagalegt að hafa ekkert voice í klukkutíma löngum one on one leik.

Kann einhver ráð við þessu… ??

Ég fann þetta á einum spjallþræði…

“Well I called Tech support for Xbox live. THey do have great support. They said the problem has NOTHING to do with my connection, so eat your words moron. She said my communicator happened to be one of the old beta ones because the volume knob is oval shaped, and these are known to cause static. Is everyone else's knob rectangular? They are shipping me a new headset free of charge so I hope that is the cause of the problem.”

Ég er nokkuð viss um að ég er með hringlaga volume takka! Er BT að selja okkur eitthvað Beta drasl á þessu okurverði!? Endilega tékkið á volume takkanum ykkar fyrir mig. Er hann öðruvísi?