ég er með helling af leikjatölvu dóti sem gerir ekki annað en að flækjast fyrir mér, þar á meðal nes, sega mega drive, og sega master system vélar.
sega master system vélin er seinni útgáfan, hún er með innbyggðum sonic leik og einnig mun ég henda með leiknum “strider”. allar snúrur og stýripinnar fylgja, EN þú þarft að eiga straumbreytir svo þetta virki nú. ég læt þetta fyrir 2,500kr.
sega mega drive vélin er fyrri týpan; stærri og hlunkalegri. vélin virkar 100% en engar snúrur fylgja. þessi fer á 1,500kr.
nes, eða nintendo entertainment system, fer á 1,500kr líka. hún virkar 100% en það fylgja engar snúrur.
það getur verið að ég sé hérna með snes, eða super nintendo entertainment system, snúrulaus en virkar 100%, sem ég læt á 2,000kr. á eftir að fynna hana…hún er í einum af mörgum kössum fullum af leikjatölvudóti hér um alla íbúð. :P
hmhmhm…svo eru nottla sega mega drive leikir sem ég læt á 600kr stykkið; sonic & knuckles, aladdin, jurassic park.
ég er EKKI með neina nes eða snes leiki til sölu sem stendur, svo ekki spyrja um þá.
á líka alveg gommu af nes stýripinnum, er kannski til í að láta frá mér 1 eða 2 stykki á 500kr stykkið.
anyway, sendið skilaboð! ég er bara til í að selja þessa hluti þar sem að mig vantar pening uppí AÐRA leikjatölvu hluti. ;P ENGIN SKIPTI!