Hajime Sotomi, forstjóri <a href="http://www.sammy.co.jp/“>Sammy</a>, hefur sagt í viðtali við Bloomberg Japan að hann vilji að <a href=”http://www.sega.co.jp“>Sega</a> einbeiti sér meira að spilakössum og hugsi sig tvisvar um áður en það eyði stórum fjárhæðum í tölvuleiki sem enda svo bara í tapi.

Sammy eignaðist nýlega 22.4% hlut í Sega sem gerir það að stærsta hluthafanum. Sammy ætlar sér bráðlega að efla völd sín innan Sega, m.a. með því að gera Hr. Sotomi að meðlim í stjórn fyrirtækisins.

Hr. Sotomi sagði einnig að ef Sega væri ekki sammála hugsjónum Sammy þá gætu þeir hugleitt að fjárfesta í stærri hlut í fyrirtækinu í staðinn.

Heimild: <a href=”http://www.eurogamer.net/article.php?article_id=54076“>EuroGamer.net</a><br><br>- Royal Fool

<a href=”http://www.hugi.is/forsida/bigboxes.php?box_type=userinfo&user=RoyalFool&syna=msg“>Skilaboð</a> | <a href=”mailto:royalfool@hotmail.com“>royalfool@hotmail.com</a>

Stjórnandi á <a href=”http://www.hugi.is/leikjatolvur“>Leikjatölvur</a>, <a href=”http://www.hugi.is/blizzard“>Blizzard Leikir</a>, <a href=”http://www.hugi.is/finalfantasy“>Final Fantasy</a> og <a href=”http://www.hugi.is/cc">Command & Conquer</a