Sælt veri fólkið,

Ég er að spá í að fá mér x-box tölvu núna fyrir jólin. Ég er alger nýliði í þessum geira, ég átti nintento-tölvu í gamla daga og á líka gamla PS1 tölvu.

Spurningar mínar eru einfaldar : Hvar er ódýrast að kaupa x-box, hvar er ódýrast að kaupa leiki og hvar er ódýrast að láta modda gripinn?

Einnig væri gott að fá hugleiðingar ykkur um það að láta modda? Mæliði með því eða ekki? Hverjir eru kostir og gallar? Getur maður ekki líka fengið heilan haug af ódýrum leikjum í gegnum einhverjar sjóræningaleiðir eftir moddun?

Allar aðrar hugleiðingar væru vel þegnar.

Kv,