Ég var spurður að því hvort ég ætlaði að vera með svona skoðanakönnun í ár eins og í fyrra þar sem fólk gat kosið sitt uppáhalds… allt.

Ég hef alveg áhuga á að gera það aftur, en með miklum efa samt. Endar þetta ekki bara með vitleysu eins og í fyrra? GameCube eigendur voru duglegri að kjósa en PS2 og Xbox eigendur og voru þeir svo með þvílíkar blammeringar um hitt og þetta og var meðal annars talsvert skotið á mig ef ég man rétt.

Viljið þið fá svona skoðanakönnun aftur? Þá með mun færri valmöguleikum og því ekki eins nákvæm heldur bara svona in general. Fer þetta ekki bara í vitleysu og einhverjir verða fúlir með að leikur A hafi verið kosinn leikur ársins í stað leiks B sem þeim þótti miklu betri og bla bla bla.

Það er að koma desember en það koma leikir alveg fram að áramótum, svo það er því spurning um að henda þessu upp ef þið viljið og vera með þetta opið til c.a 20. desember.

Ég spyr aftur, viljið þið þetta?<br><br><b>“You too will come to understand fear, as I have”</b>
<i>-Pious Augustus-</i>

<font color=“#FF0000”><a href=“mailto:arnarfb@mmedia.is”>E-mail</a> | <a href="http://kasmir.hugi.is/jonkorn“>Kasmír síðan!</a> | <a href=”http://www.cardomain.com/id/jonkorn"> Cardomain síðan!</a></font
Þetta er undirskrift