Talsetning í tölvuleikjum er fyrirbæri í tölvuleikjum sem hefur verið naudgað á Sega CD en aðallega í PlayStation leikjum. Metal Gear Solid 2 er að mínu mati besti leikurinn hvað varðar talsetningu. Hann var geðveik upplifun, en aðallega út af frábærri sögu og eftirminnilegri talsetningu. Þar var sýningin í fyrirrúmi og “leikurinn” sjálfur frekar stuttur og einhæfur (um 10 tímar í Easy minnir mig), þó skemmtilegur í fyrsta skiptið. Tvemur árum eftir að Sega CD kom út gáfu Sega og Sony út sínar nýju kynslóð leikjatalva sem myndu auðvitað nota geisladiska. Það var í tísku á þeim tíma að búa til leiki með 6 klukkutímum af leiknum kvikmynduðum myndböndum eð full motion videos og proffessional talsetningu. Til þess þurfti geisladiska. Geðveikt flott að hafa loksins nógu mikið pláss á geisladiskum til þess að koma myndböndum og almennilegri talsetningu samhliða nýjustu kynslóð tölvuleikja.

Þegar Nintendo ákváðu að búa til next-gen leikjatölvu eftir SNES þá fóru þau í átt sem enginn grunaði. Maður bjóst náttúrlega við að Nintendo myndu taka það eðlilega fyrirsjáanlega skref að gefa út tölvu sem gæti sýnt flott myndbönd og talsetningu. En Nintendo kom með einu stærstu sjokk-tilkynningu í sögu leikjatalva, að Nintendo 64 myndi nota nýja gerð af leikjahylkjum í staðinn fyrir geisladiska. Leikirnir á þessari tölvu voru einblínaðir að gamepleíinu og geðveikri grafík, ekki flottri sýningu á “multimedia-raftæki sem einnig getur spilað leiki”. Eitt frægt fyrirtæki lærði af því að búa til online tölvu sem getur spilað geisladiska og hætti í framhaldi í hardware-bransanum snemma 2001. Snemma 1999 kom Factor 5 loksins með meiriháttar tækniundur á Nintendo 64 sem þau kölluðu Rogue Squadron og innihélt leikurinn yfir tvo klukkutíma af gæða talsetningu. Seinna kom svo Perfect Dark. En mestmegnið af leikjunum á Nintendo 64voru án talsetningar og sum meira að segja án tónlistar (Duke Nukem 64). Þetta hafði rosaleg áhrif á leikina. Hvernig væri GoldenEye 007 ef það væri talsetning og myndbönd í honum? Ekki nærri því jafn hardcore-gameplay-einblínaður.

Nú að GameCube notar 1.5GB proprietary-DVD diska þá bjóst maður enn og aftur við meiri háttar talsetningu. Þó að third-party-þróunaraðilar hafi þann kost að notfæra sér hljóðkerfið í GameCube þá hafa Nintendo, Rare, Retro Studios og fleiri old-school-hardocre þróunaraðilar að mestu leyti hunsað þetta tískufyrirbæri. Maður bjóst við einhverju varðandi þetta í The Legend of Zelda: The Wind Waker, en þar var engin talsetning. Listræn ákvörðun. Góð ákvörðun að mínu mati. Það er að mestu leyti Nintendo að þakka að ég hef lítið spilað tölvuleiki sem leggja áherslu á talsetningu. Nintendo hefur aldrei fundist skemmtilegt að innifela full motion videos eða mikla talsetningu í þeirra tölvuleikjum. Ef ég vil hlusta á einhvern Christopher Walken þá leigi ég mér vídeó. Ég fagna þeim ákvörðunum sem Nintendo hefur tekið því þau vita hvað er best fyrir okkur og bransann, enda endurlífguðu þau hann fyrir um 18 árum, og það með gamepleíinu.