Svona í tilefni af þessari dálaglegu mynd sem conkersbfd sendi inn, þá er ég nú alveg sammála því sem þar segir að Killer Instinct spilakassinn hafi verið einn sá besti fighting leikur allra tíma. Algert góðmeti, og sýnir bara enn einu sinni hve miklir snillingar Rare eru. Portið yfir á n64 (KI Gold) var hins vegar frekar slappt. Ég hef hins vegar verið að spila mikið undanfarið upprunalega leikinn, sem var i kassanum á myndinni, og hann er enn jafn mikil snilld og hann var 1995.