Áður en Retro Studios (Metroid Prime) var stofnað af Jeff Katzenberg, átti hann annað fyrirtæki sem hann stofnaði. Það hét Iguana Entertainment. Megnið af fólkinu bakvið Metroid Prime vann þar við leikinn TUROK 2 sem er 12. besti N64 leikur allra tíma samkvæmt GameRankings.com.

Gore effektin og vopnin eru þau langflottustu sem ég hef séð í tölvuleik. Eitt vopn heitir Cerebral Bore sem sendir kúlu í hausinn á manni og dælir öllu úr hausnum, sem veldur stórkostlegri sýningu sem alltaf er gaman að fylgjast með. Blóðið er ýkt og virðist vera í þrívídd. Gott er að sjá að blóðið er meðl “particle effects” í leiknum. Það þýðir að það hegðar sér raunverulega þegar það sprautast út um allt. Einnig er AI með því allra besta sem ég hef séð. Í eitt skipti var ég í einskonar eltingarleik við risaeðlu, hún var víst “hrædd”. Hljóðið er í besta surround, og svo er leikurinn á 256MBit cartridge sem var á sínum tíma óséð nema í Zelda. Þetta er alfyrsti leikurinn sem styður Expansion Pak. 9/10. <br><br>Wilhelm_o@hotmail.com