Hæ allir Xbox'arar. Eins og mörg ykkar vitið þegar þá hefur nýr Xbox vefur verið í gangi í nokkrar vikur hér heima. Þessi vefur, <a href="http://www.xbox.is“>www.xbox.is</a>, er á ábyrgð Tölvudreifingar hf. (TD <a href=”http://www.td.is“>www.td.is</a>) sem er dreifingaraðili fyrir Microsoft hér á klakanum.

TD er annt um að xbox.is verði virkur vetvangur fyrir alla sem hafa áhuga á Xboxi og öllu sem því viðkemur. Það er mín skoðun að þetta er varla hægt án þess að fá aðstoð úr ykkar hópi. Ég er að leita að nokkrum xbox ”nördum“ og ”ekki nördum“ til þess að mynda teymi um að halda <a href=”http://xbox.is“>xbox.is</a> í flottu formi.

Verkefnin verða til dæmis að senda inn fréttir, svara fyrirspurnum á spjallinu, fjalla um og dæma leiki og annað í þessum dúr.

Þeir sem hafa áhuga á að takast á við þetta eru vinsamlegast beðnir að senda mér póst á <a href=”mailto:viggo@td.is“>viggo@td.is</a>, taktu fram fullt nafn og segðu mér stuttlega frá því hvers vegna þú ert rétti aðilinn í xbox.is teymið. Ég hef svo samband á næstu dögum.

Með Xbox kveðju
Viggó
Xbox ”ekki nörður“

ES. við TD'ingar erum auðvitað að leita að vel skrifandi og fróðum Xbox'urum.

ES. ES. Þurfa þó alls ekki að vera fan boy :-)

ESx3 Þarf ég eitthvað að segja að þeir sem verða svo ”heppnir" að veljast í hópinn fá auðvita eitthvað fyrir sinn snúð :-)