Það er talsvert af nintendo gúrúum hérna og er ég með spurningu handa ykkur. Ég er að spá í að fá mér N64 og hef verið að skoða hana talsvert, mér sýnist af öllum myndum sem ég hef séð að av tengið á tölvunum sé það sama (mjög svipað alla veganna).
Mín spurning er því:
Er hægt að nota rca kapalinn sem fylgdi með GC vélinni í N64?
Nenni ekki að standa í e-h loftnetsrugli ef ég redda mér vél því það eru alveg crap gæði og ef að þetta gengur þá getur maður sparað sér smá pening í köplum.