Dreamcast-tölva sonar virðist vera að syngja sitt síðasta og það stefnir í að ég þurfi að kaupa nýja tölvu handa honum. Ég á hins vegar svolítið erfitt með að velja hvort ég fjárfesti í PS2, XBOX eða jafnvel Camecube.

Playstation hefur það framyfir hinar að það eru flestir leikir framleiddir fyrir hana. Hins vegar er ég svolítið hræddur við að kaupa tölvu sem er aðeins með rúmlega 200 megariða örgjörva (lítið hraðvirkari en DC). Ég þekki lítið til Camecube.

XBOX er mun hraðari, uppgefinn hraði er rúmlega 700 megarið sá ég einhvers staðar, en þar virðast ,,fullorðinsleikirnir" vera allsráðandi og minna af leikjum fyrir yngri notendur. Sonur minn hefur gaman af Sonic-leikjunum, Nýja stílnum (PC), Rayman og leikjum í svipuðum dúr. Sonur minn var ánægður með DC-tölvuna, en eitt það sem fór fyrir brjóstið á okkur var að ekki var hægt að nota leiki frá Bandaríkjunum í tölvunni. Á það sama við í hinum leikjatölvunm? Gaman væri að heyra frá einhverjum sem þekkir til þessara tegunda. Með bestu kveðju Hogan