Í gær þegar mamma mín kom frá útlöndum keypti hún í fríhöfninni handa mér tvo leiki. Leikirnir heita Ratchet & Clank og Rayman 3 Hoodlum Havoc. Báðir leikirnir eru mjög góðir en ég held að Rachest & Clank sé samt aðeins betri.

Ratchet & Clank leikurinn er ógeðlega góður leikur, maður getur gert allskonar hluti eins og að renna sér á bandi með skrúfjárni. Alltaf þegar maður nær að drepa einhvern koma skrúfur út úr honum og maður á að safna skrúfum og svo er hægt að kaupa vorn fyrir skrúfurnar. Rachet & Clank er mjög góður leikur, vinur minn sagði mér að hann væri ógeðslega góður og þegs vegna keypti mér hann. Og það er alveg rétt hjá honum, þetta er örugglega besti leikur sem ég á. Það er eitt sem mér finnst vera frekar ljótt við hulstrið á leiknum og það er það að það er silfurlitað hulstrið en ekki svart eða blátt eins og hinir leikirnir eru, ég held að þetta sé svona því hann er smá gamall. Ég mundi gefa þessum leik 9.5 í einkunn.

Rayman 3 er aðeins örðívisi leikur en ég kann smá á hann því ég á annann Rayman leik sem er reyndar á Nintendo en þetta er eignlega það sama hvort eð er. Á hulstrina á leiknum er svona þrívaddar dót og ef maður snír því þá kemur út eins og það sé á hreyfingu. Maður er alltaf með Globox með sér og einhverja flugu sem eru alltaf eitthvað að tuða. En þessi leikur er mjög góður og ég gef honum 9.0 í einkunn.

Kveðja Birki