Lítið er vitað um þennan leik, en það er ekki einu sinni víst að hann muni koma út. Yu Suzuki sagði að það myndi kosta $30.000.000 að gera hann, þannig að það myndi varla borga sig.

Reyndar var ég að lesa í GameCube tímariti um daginn að vegna lélegrar sölu á Xbox í Japan er Sega hugsanlega að koma Shenmue III á GameCube. Yu Suzuki hefur gert einn GameCube leik (Beach Spikers) og er að búa til GameCube RPG sem heitir Virtua Fighter Quest sem á að koma út á þessu ári í Japan (þá eru tíu ár liðin síðan Virtua Fighter kom út á spilakassa.

Það er kannski tilviljun að fyrsti Shenmue leikurinn var kallaður Virtua Fighter RPG (og svo Project Berkley) þegar fyrstu orðrómarnir byrjuðu.

Ég vona að Shenmue III komi út, því að Shenmue II er besti leikur allra tíma (að mínu mati). <br><br>Wilhelm_o@hotmail.com