Eins og flestir muna eftir þá tók ég mig til og breytti flestu hérna á áhugamálinu, færði til flesta kubba og gaf áhugamálinu nýjan stíl.

Í þá daga kvörtuðu sumir og vildu fá það aftur eins og það var, en ég var þrjóskur og ákvað að gefa þessu sjéns eilítið lengur og sjá hvort fólki myndi ekki bara líka vel við þetta þegar það myndi venjast þessu.

Nú er liðinn þónokkuð langur tími síðan þá og var ég að velta fyrir mér hvort að fólk væri ekki almennt bara sátt við uppstillingu og útlit áhugamálsins eins og það er nú?

Viljiði fá það aftur eins og það var forðum, eða er það flott svona?

Eða jafnvel… Hafiði hugmyndir um hvernig mætti bæta uppstillinguna á áhugamálinu og gera það enn betra í notkun og skoðun, heldur en það er í dag?

Því betri uppstilling og útlit, því mun þægilegra og flottara er að vafra um áhugamálið :)<br><br>——–
<i>Computer games don't affect kids; I mean if Pac-Man affected us as kids, we'd all be running around in darkened rooms, munching magic pills and listening to repetitive electronic music.</i>
<b> - Kristian Wilson, Nintendo, 1989</