voruð þið búin að sjá þetta, rakst á þetta á mbl.is áðan : “Ný framleiðsluvara frá Nintendo.
Japanska tæknifyrirtækið Nintendo hefur í hyggju að taka í notkun nýja framleiðsluvöru, en talsverð leynd hvílir yfir framleiðslu þess. Ekki er búist við að neinar upplýsingar liggi fyrir um nýju framleiðslulínuna fyrr en á næsta ári, en fyrirtækið vill ekki segja hvort um sé að ræða leikjatölvu eða hugbúnað.

Satoru Iwata, forstjóri Nintendo, segir að nýja framleiðslulínan verði einstök og eigi eftir að koma á óvart. Hann segist ekki vilja gefa neinar frekari upplýsingar af samkeppnisástæðum, en fyrirtækið, sem framleiðir GameBoy og GameCube, hefur háð harða baráttu við Sony (PS2) og Microsoft (Xbox) um hylli notenda.

Búist er við enn frekari samkeppni af hálfu Sony, sem ætlar að framleiða lófaleikjatölvu, sem gerir notendum einnig mögulegt að spila tónlist og myndir. Iwata segir hins vegar að framleiðsla Sony á nýrri vél eigi ekki eftir að hafa áhrif á framvindu mála hjá Nintendo og gefur í skyn að framleiðsla þess verði búin annars konar eiginleikum, að sögn Reuters.”

veit einhver hvað verið er að tala um?? einhver rumors í gangi?? einhver hamingja?? hehe