ég ætlaði bara að tékka hvort hér gæti leist vandamál mitt með netið á ps2. er búinn að reyna að fá hjálp á beta foruminu og á playstation.com. sko málið er að ég er með utanáliggjandi ethernet módem sem ég tengi beint í ps2 og þegar ég set upp tenginguna hjá mér og fer í testið þá segir hún could not bring up connection eða eitthvað í þá áttina. hef líka reynt að setja inn ip adressuna á modeminu í configur external device en þá kemur bara upp hvítur skjár sem stendur eitthvað um að náist ekki samband. ég vona að einhver geti svarað þessu.