Hvort er gáfulegra að kaupa sér XBOX eða PS2? Hvort að þið sem hafið vit á þessu væruð til í að gefa faglegt álit? Þá meina ég ekkert kjaftæði eins og “PS2 rúlar” og allt það. Heldur bara rökstutt álit! Það sem þarf að huga að er: Gæði tölvunnar, gæði DVD spilarans, gæði leikja og hvernig þróunin verður í framtíðinni, svo eitthvað sé nefnt. Nitendo64 dó bara á sínum tíma og fólk situr uppi með hana í dag. Er XBOX alveg samkeppnisfær uppá framtíðina að gera? Hvor er líka dýrari í rekstri… svona hvað aukahluti varðar? Allaveganna… kostir og gallar? Takk fyrir :)