Jak & Daxter er kannski ekki sá allra nýjasti en samt finnst mér hann vera undirmetin snilld fyrir PS2.
Leikurinn fjallar um tvo vini, Jak og Daxter sem búa í heimi þar sem Eco er aðalfrumefni en það eru til margar ferðir af Eco og dark Eco er bæði sú hættulegasta og ómögulegt að stjórna. Sagan byrjar þannig að Gol og systir hans (vondu kallarnir, hehehe) falla í fíkni fyrir Dark Eco og ætla að opna eldgamlan pytt fullan af Dark Eco og beisla hann til að ráða heiminum. En sagan byrjar þannig að Daxter fellur ofan í pytt af Dark Eco og breytist í einhversskonar apa. Þá fellur það í hendur Jak að breyta Dexter aftur og hann leggur upp í ferð með Daxter til höfuðstöðva Gol (þeir vita enn ekki hvað hann ætlar að gera) og láta hann breyta Daxter aftur. Svo eftir því sem leikurinn þróast þá breytist verkefnið í það að bjarga heiminum. Þetta hljómar kannski heimskulega en leikurinn er fullur af húmor og skemmtilegum aukaverkefnum. Þar að auki minnir mig að hann hafi fengið í kringum 9.2 í einkunn á gamespot en það er mjög gott. Og svo er Jak 2 í gerð núna en ég er ekki alveg viss um það hvenær hann kemur til landsins. Ég mæli með þessum leik fyrir alla og það er hægt að kaupa hann ódýrt á platinum útgáfu. Enjoy
In such a world as this does one dare to think for himself?