Samkvæmt heimildum frá síðu sem ég man ekki hvað heitir er Pc leikurinn Mafia að koma út á Play Station 2 og XBox(ekkert var minnst á GameCube útgáfu). Áætlaður útgáfudagur er frá ágúst til október, þeir sem vita ekki um hvað MAFIA er kemur hér á eftir smá útdráttur úr leiknum

Í Mafia leikur maður leigubílstjóra sem heitir Tommy, einn daginn hjálpar hann tveim mönnum úr mafiunni frá annari mafíu, sem ætla að drepa þá. Seinna er Tommy barinn af hinni mafiunni og þá biður Tommy um hjálp hjá Mafíunni sem hann hjálpaði, en þeir gefa honum vinnu hjá sér. Svo fær hann alltaf fleiri og fleiri verkefni hjá mafíunni og maður sér hvernig hann þróast úr því að vera að stela bílum og verður launmorðingi.

Margir halda að Mafia sé bara eftirlíking af GTA leikjunum, það er ekki rétt. GTA leikirnir eru meira teiknimyndalegir og óraunhæfir en Mafia er mjög raunverulegur t.d. ef maður lendir í árekstri meiðist maður og bílarnir beyglast mjög raunverulega. Þótt að bílarnir séu mjög hægfara og maður getur orðið mjög pirraður sogast maður inn í leikinn og getur ekki hætt. “Missionin” eru mjög góð, 20 borð, svo getur maður einnig farið í Free Ride þar sem maður getur bara farið að leika sér og skoðað borgina skjótandi allt og alla með tommy-gun og Colt-1911.