Þetta á nú ekki að vera nein heilstypt grein hjá mér heldur meira svona frétta skot.
Sony hafa á dögunum gefið útupplýsingar um nýja playstation tölvu. Taka skal fram að þetta er ekki playstation 3 heldur er þetta meira svona lúxus útgáfa af playstation 2.
Tölvan á að heita PSX sem var upprunalega nafnið á playstation 1. Þessi tölva hefur annað útlit en playstation 2 en hún er hvít og er ekki lengur hið svokallaða disktray heldur er bara svona rauf sem tekur við diskunum.
Þar sem þetta er lúxus útgáfa hefur hún ýmsa eiginleika umfram playstation 2. Hún getur tekið upp sjónvarpsefni á DVD diska, hún er með 140GB harðan disk sem hún getur vistað á ýmiskonar tónlist og bíómyndir af netinu. Í henni verður network adapter sem gerir það að verkum að það er hægt að fara á neið um leið og vélin er komin úr kassanum. Vélin nýtir einnig tækni sem sony hefur hannað og heitir “memory stick” ef einhver hefur áhuga má hann/hún alveg útskýra fyrir mér hvað það er. Ég veit ekki alveg hvort þetta flokkast undir copy/paste þar sem ég fékk allar þessar upplýsingar af www.playstation.com en ef svo er verður bara að hafa það. Á www.playstation.com er einnig hægt að finna myndir og aðrar upplýsingar um þessa tölvu. Ég veit ekki hvort þetta flokkast undir korka efni því að þetta er í fyrsta skipti sem ég sendi inn svona grein.
Takk fyrir.