Ég er að spá í af hverju Squaresoft endurnýji ekki gömlu leikina sína.
Gefi t.d. út Final Fantasy 7 í Playstation 2. Það yrði svo flott að sjá persónurnar í betri grafík. Ég er allavega ekki í minnsta vafa um að leikurinn muni verða gríðarlega vinsæll.
Nú var maður að heyra að Final Fantasy X-2 sé að koma út en hann er beint framhald af Final Fantasy X. Sá leikur gerist tveimur árum eftir hinn og þá eru persónur á borð við Tidus farnir á brott að sjálfsögðu. Aðalpersónurnar eru þá Rikku og Yuna ásamt nýrri kvenpersónu sem svipar mjög til annarrar Final Fantasy persónu, ætlið maður verði ekki að sjá það til að fatta það.
Ég er mikill aðdáandi þessara leikja. Ég hef reyndar ekki spilað leikina frá 1-6. Ég spilaði fyrst Final Fantasy 7 sem var fyrsti sinnar tegundar á Playstation. Að mínu mati er sá leikur enn sá besti hvað varðar hlutverkaleiki því persónurnar og sagan er einfaldlega skrifuð af svo mikilli snilli að hálfa væri nóg.
Fyrir ykkur sem hafið ekki spilað þessa leiki þá mæli ég fyrst með Final Fantasy X því þá verðiði ekki fúl útaf grafíkinni en ef þið komist lengra inn í þennan frábæra heim þá ættuð þið svo sannarlega að reyna að klára 7 og 9 og ef þið hafið orkuna þá getiði skellt ykkur einnig á 8.

Ég er nú að forvitnast hvað mönnum finnst að Squaresoft ætti að gera næst. Ættu þeir að halda bara áfram að búa til nýja og nýja leiki og ekkert annað eða ættu þeir að leggja allt í sölurnar með endurgerð af fyrstu 7 leikjunum, uppá grafíkina. Ég held bara að þetta sé ekki svo galin hugmynd. Hvað finnst mönnum?

kveðja rampage