Það er svo lítið að gerast á þessum blessaði korki, kannski ekki nema von með þessu leiðinda korkasystemi hér á Huga (sem rúlar annars fyrir utan þennan stóra galla).

Allavega langar mig bara heyra hvað fólk er að spila á xboxinu sínu.

Listinn hjá mér er svona í engri sérstakri röð:

Kung Fu Chaos: bara prófað multiplayer, alveg hreint stórgóð skemmtun.

Fatal Frame: verulega töff horror leikur. Ekki bara lame port af PS2 eins og Silent Hill 2 heldur verulega beefed up. Ég á þó eftir að testa hann almennilega (SH2).

Racing evolutionize: ágætur kappasktursleikur með skemmtilegur twisti.

Gemna Omnimusha 2: Af einhverjum ástæðum er ég að fara í hann aftur og aftur þótt ég þoli ekki control systemið og fíla ekki RPG. Það er bara eitthvað við hann. Hef það samt á tilfinningunni að hann sé PS2 port án mikillar fyrirhafnar, mar sér til hvað maður endist.

Agressive Inline Skating: Búinn að unlocka öllum borðum í Tony 4 nema einu og orðinn alltof pirraður á því hvað hann er orðinn erfiður. Of ungur til að vera gráhærður. Agressive inline er bara mjög fínn, ekkert síðri (a.m.k. lítið) grafík en TH4 og gott gameplay.

Væri gaman að heyra stutta lýsingu frá öðrum hvað sé verið að spila þessa dagana!

<br><br>Orale vaddo!
Amything
Orale vaddo!