Ég hef svona verið að pæla, af hverju finna menn eins og t.d. xboxarinn og solidus sig knúna til að bögga GameCube tölvurnar?

Þetta er orðið eitthvers konar stríð hérna: Xboxararnir bögga PS2 gauranna því að þeirra tölva er öflugri, PS2 gaurarnir bögga Xboxaranna því að þeirra leikir eru vinsælli en hjá Xbox og þeir hata microsoft, og síðan bögga bæði xbox og psx2 GameCube fólkið því að þeim finnst leikirnir barnalegir og svo framvegis…

Ég ætla aðeins að skoða þetta frá hlutlausu sjónarmiði. Ég á bæði PS2 og GameCube og mér líst mjög vel á X-Box vélina líka, en ég held ég eigi nóg af leikjatölvum í bili.

Kíkjum aðeins á staðreindir hér (bestu eru efstir í flokkunum) :

Afl:
-XBox: 733MHz.
-GameCube: 485MHz.
-PS2: 300 MHz.

Spilar:
-Ps2: PS1 og PS2 leiki ásamt DVD myndum.
-GameCube: GameCube, GameBoy og GameBoy Color leiki (sjá extensions á nintendogamecube.com).
-XBox: X-Box leiki og DVD.

Grafík (mæld í miljónum pólýgona hverja secúndu):
-GameCube: 6 - 12, Þegar leikir eru í spilun.
-XBox: 125, þegar enginn leikur er í tölvunni, microsoft neita að gefa upp raunverulegu tölurnar.
-PS2: 75, en það er sama sagan með PS2 og X-Box, þetta eru ekki réttu tölurnar.

Verð á leikjatölvum (svona slumpreikingur):
-GameCube (Kostaði um 22.000 kr þegar hún kom út)
-XBox (þegar X-Box kom út, kostaði hún rétt undir 30.000kr)
-PS2 (þegar PS2 kom út, kostaði hún rétt yfir 30.000kr)

Verð á leikjum:
Eftir að hafa gramsað svoltið vel í BT komst ég að því að leikirnir kosta nokkurnveginn það sama (munar kanski svona hundraðkalli á hverju systemi, alls ekki meira)

Fjarstýringar:
Allar góðar og þægilegar, það tekur nokkurnveginn nákvæmlega jafnlangan tíma að venjast þeim, eða um það bil ein klst eða minna.

Litir:
GameCube: Fjólublár, svartur, silfurgrár, gulur, glær kemur líklega á næstunni eins og með flest hin nintendo systemin.
-PS2: svartur
-XBox: svartur
(ég ákvað að taka litina inn í því að ég hef tekið eftir því að alltaf þegar það er verið að rakka niður GC leikjavélina er minnst á “litinn” á henni… Svo eru líka til spreybrúsar).

Leikjategundir:
(það eru öll systemin með allar tegundir af leikjum en hér er það sem helst ber á hjá systemunum (ekki í neinni röð núna).
X-Box: íþróttaleikir
PS2: bílaleikir
GameCube: ævintýraleikir
(svo eru undantekningarnar fleiri en reglurnar, t.d. FinalFantasy leikirnir á PS2 eru ævintýraleikir, Rayman fyrir X-Box er hopp og skopp leikur, og BMXXX fyrir GameCube er, tjah, fullorðinsleikur).

Niðurstaða mín hér er að hver ætti að versla sér inn tölvuna sem honum líkar best við og ef sá hinn sami ætlar sér ekki að kaupa sér öðruvísi tölvu líka, þá ætti hann að láta eigendur þeirra í friði, ekki satt?