Metroid er ein besta leikjasería í heiminum í dag. Hér er svona álit mitt á þeim öllum í drófum dráttum:

Metroid 1 (Nintendo): Fyrsti leikur veraldar sem hægt var að ferðast um allt kortið fram og aftur. Þið munið kannski eftir þessum gömlu leikjum eins og Mario og Kid Icarus sem þú drafst alltaf ef þú dast eitthvert niður og gast aldrei snúið við. Ég hef aldrei spilað þennan mikið, ég skal viðurkenna það, en samt get ég ekki skilið af hverju mér finnst hann samt svona áhugaverður. Þessi leikur á líka hrós skilið fyrir að vera fyrsti leikurinn sem hægt var að ferðast svona um.

Metroid 2 (Game Boy): Mjög skemmtilegur þessi og Spider Ball var yndislegt fyrirbæri þó það var einfalt. Eina sem vantaði verulega í þennan var almennilegt kort. Þú villtist alltaf einhversstaður útí rassgati því öll herbergin voru eins.

Metroid 3 (SNES): Sá albesti og sígildasti. Ég elska bara allt við hann. Þetta var líka fyrsti Metroid leikurinn sem ég spilaði eitthvað af viti. Yndislegir nýir búnaðir fyrir Samus eins og búningarnir sjálfir. Get bara ekkert sagt meira.

Metroid 4 (Game Boy Advance): Þessi var líka reglulega góður og kom mér aftur í Metroid stuð eftir langa bið. Það sem ég elska mest við Metroid 4 er að það er aðeins meiri söguþráður í honum heldur en hinum Metroid leikjunum. Það er einmitt það sem vantar í þá. Söguþráður. Og það er mikilvægt. Þetta er alltaf það sama. Ná í þennan hlut og fara þangað. Drepa þennan aðalóvin og ná í þetta frá honum. Þá get ég komist þangað og náð í þetta Missile o.s.f.

Metroid Prime (Game Cube): Hann er frábær á öllum sviðum nema söguþráðurinn er ennþá að bögga mann og stjórnunin er ekki alveg sú besta. Strafe systemið er ekki alveg að fúnkera þó ég geri ráð fyrir að það hafi ekki verið hægt að eyða heilum tveim tökkum í það. Það verður bara að vera hægt að strafe-a í svona leikjum. Það hefði allavega verið hægt að bjarga málumum aðeins með því að gera Samus hraðari sérstaklega í beygjum.