Leikjaferill minn

Èg eignaðist Machintosh Plus uppúr 1990. Uppáhaldsleikirnir mínir voru: “Prince of Persia”, “The Duel”(bílaleikur) og “Space Quest I”. Èg lék mér mikið í Makkanum þangað til ég kynntist vini mínum. Hann átti Commodore-tölvu, svona tölvu sem “gengur fyrir” kassettum í stað diska. Mikil snilld(fyrir utan langan loading-tíma) bestu leikirnir voru “Spy vs. Spy” og “Kick off”(fyrsti fótboltaleikur sem ég prófaði). Síðan eignaðist þessi sami vinur minn “Crazyboy” sem var tölva sem gat spilað Nintendo leiki. Þá var sko stuð! Ùrvalið var ótrúlegt: “Konamy Hyper Soccer”, “Turtles II”, “Super Mario”, “Baseball” “Double Dragons” “Double Dribble” ofl. ofl. Við spiluðum fullt af leikjum!
Svo kom “Sega MegaDrive” og leikir einsog: “NBA Live 95”, “Fifa 95”, “Sonic”(sem ég fílaði aldrei)
Svo liðu árin, ég eignaðist I-Mac spilaði “Championship Manager” leikina mest á henni. Eignaðist svo Playstation 2 á síðasta ári!´Mínir uppáhaldsleikir eru: “The Getaway” “GTA” leikirnir, “FIFA 2003” “Rocky” og “NBA Street” Og ég spila er enn að spila tölvuleiki!!!
“spurningin er ekki hvad maður getur… heldur hvað maður gerir!” (Purrkur pillnikk, Einar Örn)