Netleikjaþjónusta Xbox: 350 þúsund áskrifendur
Netleikjaþjónusta í tengslum við leikjatölvu Microsoft, Xbox, hefst í Evrópu 14. mars næstkomandi en þegar eru komnir rúmlega 350 þúsund áskrifendur í Bandaríkjunum og Japan þar sem Netleikjaþjónustan er þegar hafin. Hún hófst vestanhafs í nóvember og um miðjan janúar í Japan. Áskrifendur þurfa að kaupa búnað fyrir rúmar fjögur þúsund krónur íslenskar til þess að geta leikið tölvuleiki á Netinu en Xbox er eina leikjatölvan með innbyggðri Nettengingu og gagnageymslu, auk þess að vera með Ethernal kort og harðan disk svo unnt sé að hlaða efni niður af Netinu. Nýlega var Xbox notendum gefinnn kostur á að hlaða niður fyrsta leiknum, Mech Assault, og 172 þúsund notendur sóttu leikinn á Netið fyrstu vikuna.