Í dag fékk ég í hendurnar bláa Game Boy Advance SP og nokkra leiki, þar á meðan Metroid Fusion. Ég byrjaði nú á því að hlaða gripinn en núna hef ég prófað þetta litla netta tæki ásamt MF og get með sönnu sagt að þetta er æðislegt! Aldrei hefur mig beint langað í Game Boy sérstaklega útaf veseninu með að þurfa að sitja undir ljósi, en þau vandræði eru FARIN! Burt! LANGT! Það fyrsta sem ég gerði var að fara inná baðherbergi, slökkva ljósin og voila… kveikti á SP og í ljós (bókstaflega) kom Game Boy logoið.

Skjárinn virkar fullkomlega. Hægt er að slökkva á lýsingunni með einum takka og sparar það 6-8 klukkustundir af lithium rafhlöðunni. Það er mjög mjúk og þægileg cool-blue birta af skjánum og verð ég að segja að litirnir í tölvunni njóta sín margfalt betur með ljósinu í myrkri.

Í byrjun fannst mér furðulegt að halda á henni. Frekar kassalaga og erfitt að nálgast R og L takkana, en það vandist mjög fljótt og var ég farinn að henda Samus um allt fljótlega. Það er já soldið þröngt gripið á henni. Hendurnar alveg saman en það venst.

Þetta er bara smá innskot, vildi bara deila þessu með ykkur. Mæli eindregið með þessari elsku… í fyrsta sinn langar mig í Game Boy :)<br><br><b>“You too will come to understand fear, as I have”</b>
<i>-Pious Augustus-</i>

<font color=“#FF0000”><a href=“mailto:arnarfb@mmedia.is”>E-mail</a> | <a href="http://kasmir.hugi.is/jonkorn“>Kasmír síðan!</a> | <a href=”http://jonkorn.tk“>Hin síðan!</a> | <a href=”http://www.cardomain.com/id/jonkorn"> Cardomain síðan!</a></font
Þetta er undirskrift