Góðir Hugarar.


Eintak af GameBoy Advance SP hefur borist í hendur Ormsson.
Þið ykkar sem áköfust eruð varðandi svona þarf varla að segja hvað þetta er en fyrir ykkur hin þá er þetta nýtt módel af GameBoy Advance.

Mig rak í rogastans þegar ég sá þetta apparat. Allt öðru vísi í útliti og leit helst út eins og risavaxinn Nintendo Classic leikur.

Skjárinn er af sömu stærð en núna hefur verið bætt inn ljósi á bakvið. Það er þó hægt að slökkva til að spara rafmagn. Endist raflaðan í 10 klst. með ljósi en 16 klst. án ljóss.
Hleðslurafhlöður fylgja svo það þarf ekki að kaupa það sér eins og var með fyrrverann.
Klóraði mér nú talsvert í höfðinu yfir því að ekkert heyrnatóla-tengi var sjáanlegt en einhverju hafa þeir þurft að fórna eflaust vegna plássleysis. Svo virðist sem einhvert Mp3 tengi sé á maskínuni. Skoða það betur…………….

Siggibet

Hvort þetta sé grein eða ekki er álitamál. Vinsamlegast haldið því útaf fyrir ykkur sem finnst ekki svo vera.