Þessi grein á kanski betur heima á korknum en hún er skrifuð vegna þess að mig langar til að sjá hvaða leiki fólk er að kaupa sér og bíður eftir.

Sjálfur var ég að eignast GameCube fyrir rúmlega einni viku og fylgdi einn leikur með, Star Wars: Clone War. Núna, einni viku síðar keypti ég mér annan leik. Málið er að ég veit ekki hvaða leiki á að kaupa (keypti mario sunshine), né hvaða leikir eru góðir. Þessi spurning fer til alla leikjatölvueigenda: Hvað eruð þið búnir að eiga tölvurnar ykkar lengi og hve marga leiki eigið þið? Önnur spurning til GameCube eigenda, hvaða leikir eru bestir? Hverjir eruð þið mest að bíða eftir?