Ég á GameCube og Dreamcast og eru þær í miklu uppáhaldi hjá mér.
Ég var að reyna að fara á netið í gegnum Dreamcast (var búinn að tengja og gera allt sem þarf að gera) en ég gat það ekki.
Ég spurði vin minn og hann sagði að það þyrfti server fyrir
Dreamcast hérna á íslandi. Ef einhver hérna veit hvernig eða hvort það sé hægt að fara á netið í gegnum Dreamcast þá má láta mig vita.

En Nintendo GameCube er annað mál. Ég er búinn að vera að sjá myndir á netinu af kubb sem maður setur í tölvuna til að fara á netið. Getur einhver sagt mér hvort það verður hægt að fara á netið í gegnum GameCube á íslandi og þá hvenær.