Jæja gott fólk, eins og margir ykkar kannski vita þá er Freeloader kominn út.
Ég hef lesið nokkra pósta frá fólki sem hefur nú þegar fengið hann og það eru því miður einhver vandamál með boot-up-ið, stundum kemur ekkert á skjáinn þó leikurinn sé farinn af stað.

Þetta geta þó verið einhverjir byrjunarörðugleikar en við sjáum til hversu stöðugt þetta er hjá þeim þegar fleiri eru komnir með sitt eintak. Þeir sem eru búnir að panta þetta hér endilega deilið ykkar reynslu hérna með hinum.

Eru ekki einhverjir hér búnir að tryggja sér eintak??

Í öðrum fréttum, þá er ég loksins búinn að fá Bandarísku GC tölvuna mína, og hún spilar eins og galdur á 19" tölvuskjánum mínum með skarpari myndgæði en ég hef áður séð á leikjatölvu. Skal reyna að taka myndir en mín reynsla af að mynda tölvuskjá-i er slæm.