Undanfarið hefur Ps2 tölvan mín verið með einhverja stæla við mig og ekki viljað lesa suma DVD diska, þetta á einnig við um diska sem hún hefur hingað til getað spilað án neinna vandræða. Mér sýnist þetta vera yfirleitt tilfellið með gulleita dvd diska en ég er ekki viss hvort það skipti nokkru máli. Getur einhver kannski hjálpað mér með þetta vesen, gæti verið að linsan sé skítug eða er þetta eitthvað alvarlegra?
Já einmitt meðan ég man er hægt að láta gera við ps2 tölvur hérna á Íslandi, ég hef heyrt af því að það þurfi að senda þær út til viðgerðar.