Bróðir minn fékk PS2 í Afmælisgjöf og höfum við eignast nokkra leiki svo sem Tony Hawk Proskater 4, Harry Potter and the Chamber of secrets og Virtual Fighter 4 en leikurinn sem við höfum mest þráð í langan tíma er búið að BANNA sökum frétta!!!
Hann hefur fengið vonda umfjöllun og sagður vera ofbeldis fullur og Ljótur (þetta er náttúrulega bara RUGL og ég veit ekki hvaða leikur inniheldur EKKI Ofbeldi og hvað þá að þetta sé eini leikurinn sem er bannaður hér á landi, örugglega miklu fleiri leikir sem eru ljótari enn þessi). Ég þarf varla að segja ykkur hvað leikurinn heitir enn þetta er GTA Vice City og hefur hann fengið mjög mikla og harða umfjöllun frá fréttum og fjölmiðlum hér á landi sem hefur Algjörlega útilokað að það sé nokkur séns að fá hann núna fyrir foreldrum. Fréttir ríkissjónvarpsins og stöð 2 að mig minnir sýndu brot úr leiknum og þá AÐEINS það versta(slátruðu fólki of sváu hjá vændiskonu) en það er hægt að gera svo miklu miklu meira og skemmtilegra í leiknum en það. Þetta hefur leitt í för með sér að sú umræða hefur komið upp að það eigi að fara á banna leiki hér á Íslandi sem er náttúrulega bara R-U-G-L!!!
Við erum bara ekki eins klikkuð og sumt annað fólk í útlöndum að fara virkilega að gera þetta í alvöru og hér á Íslandi er þetta líka allt öðruvísi með skotvopn og annað. Svo ég segi bara að mér finnst þessi umræða fáránleg og fáránlegt að banna leiki Takk fyrir. Að mínu mati (og ég veit mjög, MJÖG margra annarra líka) hafa tölvuleikir engin áhrif á aukningu ofbeldis hér á landi í okkar litla samfélagi.