Hæ, hæ…. okei, ég hef ekkert svakalega mikið vit á tölvum og svoleiðis en það voru tvær tegundir af mjög vinsælum tölvum fyrir svona 13 árum, það var nintendo og ein önnur (leikirnir í þá tölvu voru yfirleitt ljósir á litinn). Mig langaði bara svo rosalega til að ná athygli ykkar af því að ég var að finna gömlu tölvuna aftur (reyndar virkar bara önnur fjarstýringin) sem heitir Crazyboy (ef einhver á hana má sá hinn sami endilega láta mig vita hvort hann vilji gefa mér eina fjarstýringu). Ef það er engin sem hefur átt þannig tölvu þá langar mig að vita hvort það sé eitthvað hægt að gera við því ef kók hellist yfir fjarstýringu (það er auðvitað mörg mörg ár síðan)???
En næsta spurning er, á einhver leiki sem passa í þessar tölvur? Ég og bróðir minn vorum svo óheppin að láta frænda minn hafa alla leikina okkar og núna nennir hann ekkert að finna þá fyrir okkur eða neitt. Og mig langar svooooo mikið til að geta spilað eitthvað í tölvunni. Fékk Mario Bros 3 lánaðan í 2 vikur og eyddi allri nóttinni spilandi en svo varð ég að skila honum.
Vona bara að þið geymið leikina ykkar einhvers staðar á góðum stað og gætið látið mig fá einhverja.
Takk, takk,
snikkin